Stjórn Óðins boðar til forendarfundar þriðjudaginn 14 júní klukkan 20:00 í kaffiteríu íþróttahallarinar ( gengið inn að sunnan). Fundurinn er fyrir alla foreldra í Óðni en sérstaklega mikilvægt er að foreldrar barna í útihópum og höfrungum mæti.
Fundarefnið er þríþætt:
1. Starfið í vetur:
Nú er sundtímabilið langt komið og því tilvalið að hóa foreldrum saman til fundar á meðan starfið í vetur er enn öllum í fersku minni. Þannig getum við í sameiningu lagt grunn að enn öflugra starfi næsta vetur.
2. Mót framundan:
Ekki síst viljum við kynna fyrir ykkur Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) sem við í Óðni höldum hér á Akureyri 23.-26. júní. Þeir sem komið hafa að AMÍ vita þvílík hátíð það er fyrir sundfólk og má e.t.v. líkja stemningunni við Andrésarleikanna á skíðum. Á mótinu er keppt í aldursflokkum 18 ára og yngri og þarf að ná tilteknum lágmörkum til að öðlast þátttökurétt. Það er krökkum jafnan mikið kappsmál að ná AMÍ-lágmörkum og höldum við meðal annars sérstök innanfélagsmót til að aðstoða þau í þeim efnum. Þótt börn ykkar séu e.t.v. ekki komin með aldur eða sundfærni til að keppa á AMÍ þá mun sá tími koma. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur, bæði fjárhagslega og félagslega, að vel takist til. Þar þurfa allir að leggjast á eitt.
3. Ráðning nýs yfirþjálfara Óðins:
Farið verður yfir skipti á yfirþjálfara og nýr yfirþjálfara kynntur frekar og eins þær breytingar sem fyrirhugaðar eru með þessum breytingum.
Sjáumst hress á þriðjudagskvöldið, Stjórn Óðins