Íslands- og Unglingameistaramótið í sundi í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnafirði dagana 10. – 12. nóvember. Þrír keppendur frá Sundfélaginu Óðni náðu mótslágmörkum og tóku þær Alicja Julia Kempisty (2010), Halla Rún Fannarsdóttir (2008), og Ísabella Jóhannsdóttir (2010) þátt í mótinu, undir leiðsögn HiIdar Sólveigar Elvarsdóttur yfirþjálfara. Samtals kepptu stöllurnar í 13 greinum í undanúrslitum. Í tvígang komust Óðinsstúlkurnar áfram í úrslitarkeppnina en Ísabella synti 200m bringusund í úrslitum á föstudeginum og Alicja 200m skriðsund á laugardeginum. Miklar bætingar voru hjá þremenningunum og hlökkum við til að fylgjast með þessum efnilegu sundkonum í framtíðinni. Við óskum Ísabellu, Höllu og Alicju til hamingju með árangurinn og ÁFRAM ÓÐINN!