Frábær árangur Óðins á ÍM25 fatlaðra

Níu keppendur frá Óðni tóku um helgina þátt Íslandsmeistaramót fatlaðra í 25m laug. Félagið var með keppendur í 26 greinum af 28 og rökuðu þeir saman verðlaunum. Alls fékk Óðinn 30 verðlaun en veitt eru  verðlaun eftir flokkum, stigum og einnig sér fyrir 16 ára á yngri og eldri í 50m greinum í fötlunarflokki S-14.

„Þetta sundmót náttúrulega klikkar ekki og ég tala nú ekki um krakkana sem stóðu sig eins og hetjur,“ segir Anna Fanney Stefánsdóttir, þjálfari. „Gerð voru örfá mistök sem tekur ekki að tala um en öll bættu þau það upp með að standa sig með þvílíkum dugnaði og hefði ég ekki geta komið glaðari heim,“ bætir hún við.

Bætingar voru í algjöru hámarki og þar má nefna Breka Arnarsson sem bætti sig um 1 mín og 8 sek í 100m fjórsundi og Kristján Einarsson sem bætti sig um 10 sek bæði í 100m skrið og 100m fjórsundi. „Ég held að þeir hafi verið "bætingarkóngar" ferðarinnar. Fyrir utan allar bætingar höguðu þau sér eins og englar, enda ekki við öðru að búast og held ég að ég hafi aldrei séð krakka fara að sofa jafn þegjandi og hljóðarlaust kl 10 á laugardagskvöldi! Enda dauð uppgefin eftir daginn,“ segir Anna Fanney.

Verðlaun
Vilhelm Hafþórsson vann til flestra verðlauna. Silfur í 50m skrið, 100m bringu, 100m skrið, 100m bak og 200m skrið. Svo fékk hann gull í 50m bak, 100m flug, 50m flug og 100m fjór.

Lilja Rún Halldórsdóttir fékk brons í 50m skrið, silfur í 400m skrið, 50m bringu, gull í 100m bringu

Jón Gunnar Halldórsson fékk brons í 100 bringu, 50m bak og gull í 50m bringu.

Kristján Einarsson fékk silfur í 50m skrið, gull í 50m bringu.

Axel Birkir Þórðarson fékk silfur í 50m bak og bringu

Breki Arnarsson fékk brons í 50m bringu

Karen Alda Mikaelsdóttir fékk brons í 50m bringu

Keppt var í tveimur boðsundum, 200m (4x50m) skriðsundi og 200m (4x50m) fjórsundi og vorum við með A og B sveit. Vann A sveitinn í báðum boðsundum silfur og skipuðu Vilhelm, Jón Gunnar, Breki og Kristján þá sveit.

Fararstjóri í ferðinni var Arnar Snorrason og einnig fóru Dilla og Lísa Björk Gunnarsdóttir sem dómarar.