Asparmótið gekk vel en að þessu sinni fóru aðeins 7 keppendur. Keppt er eftir Special Olympics reglunum en þá er keppendum skipt í riðla eftir tímum en ekki flokkum og hver riðill verðlaunaður með gulli, silfri, bronsi og borðum. Við komum því hlaðin verðlaunum heim en bestum árangri hjá okkur náðu Tinna Rut Andrésdóttir og nýliðinn okkar, Bergur Unnar Unnsteinsson. Ég hvet ykkur svo til þess að leggja þessi nöfn á minnið og koma og fylgjast með þeim og öllum öðrum á Bikarmóti ÍF sem haldið verður á Akureyri 8. júní. Dilla