Óðinskrakkarnir úr Krókódílum gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð um helgina á ÍM-25 fatlaðra. Þau stóðu sig öll vel á mótinu og mikið var um bætingar.
Hópurinn kom heim með samtals 12 verðlaun í farteskinu!
Tinna Rut átti sérlega gott mót um helgina og bætti sig t.d um rúmar 10 sek í 100 skriði og kom heim með 5 verðlaun.
Við eigum eftirfarandi Íslandsmeistara eftir helgina:
Tinna-S14 unglingaflokki:
50 bak
50 bringa
Axel S14
200 skrið
Í heildina er ég afar ánægður með vel heppnaða ferð og voru krakkarnir okkur til sóma í alla staði.
Jón Heiðar