Um sl. helgi fór Íslandsmeistaramót fatlaðra fram í Laugardalslauginni í Reykjavík og var Óðinn með 5 keppendur. Axel, Breka, Bjarka, Berg og svo Guðmund frá Vestmannaeyjum. Þetta byrjaði nú með veðurteppu fyrir norðan og fórum við (Anna Fanney, Axel, Breki og Bjarki) ekki fyrr en kl 12:40 í loftið en Guðmundur og Bergur voru komnir og náðu öllu mótinu en hinir misstu af fyrstu grein 200m skriðsund. Íþeirri grein vann Guðmundur brons í flokki Downs.
Strákarnir okkar rúlluðu náttúrulega upp þessu móti og bættu sig allir eitthvað, mismikið en allir sáttir og ánægðir. Fengum við svo silfur í 4x100m fjórsunds boðsundi og í 4x100 skriðsunds boðsundi í flokki hreyfihamlaðra. En þar voru Axel, Bjarki, Bergur og Breki sem skipuðu báðar sveitir en þar sem Breki er með hreyfihömlun flokkuðumst við þar, vegna þess að svo var sér fyrir þá sem voru eingöngu með sveit skipaða þroskaskertum.
Á laugardagskvöldið fyrir heimferð var svo farið í bíó á myndina Noah.
Kv. Anna Fanney og Dilla.