IM 25 2014 fór fram í Ásvallalaug 14.-16.nóv. Krakkarnir frá Óðni gerðu góða ferð suður og stóðu sig frábærlega.
Liðið skipaði Bryndís Bolladóttir, Nanna Björk Barkardóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Rakel Baldvinsdóttir, Kristín Ása Sverrisdóttir og Embla Sólrún Einarsdóttir.
Einnig höfðu þau Birgir Viktor Hannesson og Anna Lilja Valdimarsdóttir tryggt sér keppnisrétt en þau sáu sér ekki fært að taka þátt vegna anna í skóla.
Þó svo að liðið hefði verið fámennt þá var það góðmennt.
Glæsilegur árangur náðist og stelpurnar vöktu verðskuldaða athygli.
Mörg verðlaun unnust og ekki var það síður að það voru glæsilegar bætingar hjá liðinu. Þær sem syntu til úrslita voru Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir og Rakel Baldvinsdóttir. Stelpurnar tóku verðlaun í tveimur boðsundum og voru hársbreidd frá því í því þriðja.
Bryndís Bolladóttir krækti sér í verðlaun í 50 og 100 flugsundi og 100 m. fjórsundi.
Elín Kata Sigurgeirsdóttir fékk verðlaun í 100 flugi og 200 flugi.
Boðsundssveitirnar skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir og Rakel Baldvinsdóttir. Þær unnu til verðlauna í 4*200 m. skriðsundi og 4*100 m. fjórsundi.
Bryndís Bolladóttir fer síðan með unglingalandsliðinu til Svíþjóðar í byrjun desember til að keppa á Norðurlandameistaramótinu. Elín Kata var hársbreidd frá lágmarkinu þar.
Elín Kata bætti akureyrarmetið í 200 m. flugsundi og Bryndís einnig í skriðsundinu. Stelpurnar slógu síðan metið í 4*200 m. skriðsundi.
Frábær árangur í alla staði hjá stelpunum sem eiga sannarlega bjarta framtíð fyrir sér.
Til hamingju með glæsilega helgi Óðinn!!!