Mælirinn í Sundlaug Akureyrar sýnir -9,4 sem er alltof mikið frost til þess að hægt sé að halda úti æfingum í dag. Þetta er því miður sá veruleiki sem sundfélagið þarf að búa við og því ekkert annað í stöðunni fyrir okkur en að aflýsa æfingum.
Engar útiæfingar eru því í dag hjá afreks-, úrvals- og framtíðarhóp en samtals eru það 68 iðkendur. Allar æfingar í Glerárlaug falla einnig niður vegna brunans í Glerárskóla í gærkvöldi en rafmagnið fór af öllu og sundlaug og heitapottar því í ólagi.