Þann18. desember, syntu garpar sitt árlega Þorláksmessusund. Á Akureyri hefur sú hefð skapast að synda 1500m skrið á síðustu "alvöru" æfingu fyrir jól. Fyrir sunnan, þar sem þetta byrjaði, er synt að morgni Þorláksmessu.
Í ár voru ekki nema 3 sundmenn sem áttu heimangengt til að synda, Alan Mackay synti á 23:20,94, Erlingur Kristjánsson á 27:29,60 og Jara Fatima Brynjólfsdóttir á 31:41,24. Þess má geta að Jara er bara búin að synda með okkur í 1 mánuð sem sýnir að allt er hægt.
Eftir sprettinn fórum við svo á Bláu könnuna í kaffi og kökur þar sem Elsa María, fyrrverandi og tilvonandi þjálfari garpa, kom líka.
Takk fyrir skemmtilega kvöldstund.
Karen