Sunnudaginn 8. maí tóku 17 krakkar frá Óðni þátt í hinu árlega Asparmóti sem haldið var í Laugardalnum.
Hópurinn fór suður með flugi um morguninn og lenti í blíðskaparveðri í Reykjavík. Á þessu móti er keppt eftir svokölluðum Special Olympic reglum og er þá skipt upp í flokka eftir getu keppenda en ekki fötlunarflokkum og eru veitt verðlaun í hverjum riðli. Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma á mótinu og komu heim með fjölda verðlaunapeninga og voru að bæta sig mikið í flestum sundum. Hópurinn kom svo heim samdægurs með flugi og voru allir sammála um að ferðin hafi verið afar vel heppnuð. Mynd af hópnum er hér að neðan og sem sjá má var létt yfir mannskapnum. Heildarúrslit Asparmót 2011
F.h Krókódíla og Krossfiska
Jón Heiðar Jónsson