Nú styttist óðum í mót og hér koma nokkrar hagnýtar upplýsingar. Lagt verður af stað með rútu kl. 8:00 frá planinu hjá Íþróttahöllinni. Farið verður á tveimur rútum þar sem hópurinn er óvenju stór eða um 45 keppendur. Með okkur í rútu verða einnig fimm keppendur frá Völsungi + þjálfari. Ekki verður gert sérstakt matarstopp á leiðinni suður þannig að börnin þurfa að vera með nesti með sér sem þau borða í rútunni. Við munum þó gera ráð fyrir nokkrum pissustoppum.
Gist verður í Laugalækjarskóla sem er beint á móti sundlauginni en þar verður einnig boðið upp á mat. Gist verður í skólastofum þannig að börnin þurfa að hafa með sér dýnu og rúmföt eða svefnpoka. Ef barnið gistir á vindsæng mælumst við til þess að þau taki með sér lak eða teppi til þess að hafa undir dýnunni svo ekki braki mikið í henni þegar verið er að bylta sér.
Fyrsti mótshlutinn byrjar á föstudeginum kl. 16:30 en þá er keppt í opnum flokkum sem eru eingöngu hugsaðir fyrir keppendur 11 ára og eldri. Yngstu keppendurnir munu því ekki keppa á föstudeginum en koma með í sundlaugina til þess að fylgjast með þeim eldri keppa. Þá geta þau líka áttað sig á því hvernig svona sundmót ganga fyrir sig.
Það er ágætt að krakkarnir hafi með sér tvö handklæði. Þau geta þau notað annað þeirra til þess að þurrka sér á milli hluta og hitt til þess að þurrka sér eftir sturtu. Þau fara ekki úr sundfötunum á milli hluta þannig að það er ágætt að þau hafi eitthvað létt til þess að skella sér utan yfir sundfötin á milli hluta - helst Óðins bol og/eða stuttbuxur.
Innifalið í gjaldinu er bakkanesti fyrir keppendur þannig að þau hafa aðgang að niðurskornum ávöxtum á meðan á keppni stendur. Við munum einnig hafa með okkur samlokubrauð og álegg til þess að grípa í á milli hluta þannig að þau ættu ekki að verða svöng. Þið þurfið því ekki að nesta krakkana eitthvað sérstaklega upp fyrir mótið en mörgum finnst þó gott að taka með sér eitthvað til að narta í.
Við munum svo leggja af stað heim um leið og seinasta mótshluta er lokið á sunnudeginum sem verður ekki fyrr en að nálgast kvöldmat. Við munum því verða heldur seint á ferðinni en við munum setja inn reglulegar færslur á facebookgrúppur hópanna svo hægt verði að fylgjast með heimferðinni og áætla heimkomu. Við munum stoppa í Borgarnesi á leiðinni heim en þar munum við fá pizzuhlaðborð og þurfa allir að hafa með sér 1500.- fyrir matnum. Fararstjórar geta séð um að geyma peninga fyrir þá sem það vilja.
Fararstjórar í ferðinni verða Hildur (mamma Þuru í afrekshópi) s:892-4181 og Viðar s:8257931 (pabbi Ísoldar Veru í framtíðarhópi). Þeim til halds og trausts verða Katrín (mamma Stefáns í Úrvalshópi) en hún sinnir fararstjórn á milli þess sem hún dæmir á mótinu, Þórkatla aðstoðarþjálfari í Framtíðar- og Úrvalshópi og Freysteinn (bróðir Ísoldar Veru og gamall sundmaður úr Óðni). Með í för verða einnig Viktor og Ragga yfirþjálfari.
Kostnaður vegna mótsins er 27.700.-. Það þarf að greiða í síðasta lagi á fimmtudag en reikningsnúmer félagsins er 0566-26-80180 og kt. 580180-0519. Það þarf að greiða í síðastalagi á fimmtudag og muna að senda kvittun á gjaldkeri@odinn.is þegar greitt er. Ef þið ætlið að nýta inneign af fjáröflunarreikningi þá þarf að hafa samband við fjáröflunarnefnd á fjaroflun@odinn.is og láta gjaldkera vita hversu háa upphæð á að nýta. Hér er svo sundurliðun á kostnaði.
Rúta: 8.500.-
Gisting og matur: 10.800.-
Stungugjöld: 3.500.-
Bakkanesti: 1.000.-
Þjálfarar og fararstjórar: 2.700.-
Matur á heimleið: 1.200.-
Frekari upplýsingar um mótið má nálgast á Facebooksíðu Gullmótsins og heimasíðu sunddeildar KR.