Þá er komið að hinu árlega Gullmóti. Það verður haldið í Glerárlaug föstudaginn 6. 2. og er ætlað öllum börnum í sundskólanum. Mótið er sýning á getu þeirra og synda þau frá 1-6 ferða eftir getu og aldri. Foreldrar, ættingjar og vinir eru boðnir velkomnir til að horfa á. Að loknu sundi fá allir krakkarnir verðlaun og fara svo heim þannig að ekki er um eiginlega sundæfingu að ræða. Þar sem allir komast ekki í laugina í einu þá verða tímasetningar svona:
Kl.14.45-15. 30 mæta Höfrungar úr báðum laugum
Kl. 15.30 - 16.00 mæta Gullfiskar úr báðum laugum og Krossfiskar.
Kl. 16.00-16.45 mæta Sæhestar 1a og b og 2 úr Glerárlaug
og Sæhestar úr akureyrarlaug.
Og kl. 16.45-17.30 mæta Skjaldbökur 1 og 2 og Sæhestar 3 glerárlaug
Ef systkyni eru í mismunandi hópum mega þau mæta saman í þann tímann sem hentar betur eða koma á öðrum tímum ef uppgefinn tími hentar illa.
Við þjálfararnir hlökkum svo til að sjá ykkur öll!