Þá er komið að Gullmótinu í Glerárlaug. Það er svona sýningarmót þar sem foreldrum er boðið að koma og horfa á. Krakkarnir fá öll verðlaun sem gefin eru af Samherja og markmiðið er að gera eins vel og maður getur. Til þess að koma öllum í sundskólanum fyrir verðum við að setja inn tímasetningar fyrir hópana en systkini geta alltaf komið saman á þeim tíma sem hentar best. Mótið byrjar kl. 14.30 og líkur ekki fyrr en sá síðasti hefur synt um kl. 17.30 þannig að ef tími hentar ekki með hóp þá má koma á öðrum tíma en þá er ekki sjálfgefið að viðkomndi barn syndi með jafnöldrum sínum. En semsagt, Fimmtudaginn 13. feb í Glerárlaug mæta:
Höfrungar úr báðum laugum kl. 14.30
Gullfiskar úr báðum laugum kl. 15.00
Sæhestar 1(Gle) og Krossfiskar(Gle) kl. 15.45
Sæhestar 2 og 3 (Gle) og Sæhestar (Ak.) kl. 16.15
Skjaldbökur (Gle) Kl.16.45
Þegar börnin hafa synt þá fara þau uppúr og heim því að það eru engar hefðbundnar æfingar þennan dag.
Vonum að allir hafi gaman af. Hver veit nema þarna sjáið þið framtíðar íslandsmeistara eða ólympíufara:)
Þjálfarar og stjórn Óðins.