Haldið á ÍM50

Stór hluti hópsins sem er á leið á ÍM50
Stór hluti hópsins sem er á leið á ÍM50

Á föstudaginn hefst keppni á Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug. Mótið fer að þessu sinni fram í Laugardalslauginni í Reykjavík. Til að öðlast þátttökurétt á Íslandsmótinu þurfa sundmenn að ná lágmörkum sem sett eru fyrir mótið. Alls náðu 12 sundmenn frá Óðni þessum viðmiðunartímum og tryggðu sér þar með sæti á mótinu.

Liðið er afar ungt en elstu sundmennirnir eru í 9. bekk og verða 15 ára á árinu. Þau hafa sýnt miklar framfarir og náð frábærum árangri undanfarið undir styrkri stjórn þjálfaranna Kristjönu Pálsdóttur Margrétardóttur, Péturs Arnar Birgissonar og að ógleymdri Hildar Sólveigu Einarsdóttur.

Til hamingju með árangurinn en félagið stefnir á að fjölga enn frekar í þessum efnilega hóp á næstu árum.

Áfram Óðinn!