Forráðamönnum iðkenda Óðins er hér með boðið til fundar þriðjudaginn 12. september í teríu Íþróttahallarinnar þar sem kynnt verður starfsemi vetrarins framundan. Iðkendur eru einnig velkomnir. Gengið er inn um aðalinnganginn að sunnan.
Fundurinn er tvískiptur. Farið verður yfir starf sundskólans og starf krókódíla kl. 19:30-20:15 en umfjöllun um starf framtíðar-, úrvals- og afrekshóps verður 20:30-21:15.
Stjórn og þjálfarar Óðins