Næsta fimmtudag munu 14 keppendur úr afrekshópi leggja í hann til þess að keppa á ÍM 25, sem haldið er í Laugardalslaug að þessu sinni. Lagt verður af stað með rútu kl. 14 á fimmtudeginum, en gist verður á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er staðsett við hliðina á lauginni. Þar sem rúmin eru ekki uppábúin á farfuglaheimilinu, þurfa keppendur að hafa með sér rúmföt og lak. Á laugardag munu svo fimm keppendur Óðins á ÍM 25 ÍF, og þjálfari, sameinast hópnum en þau koma með flugi á laugardagsmorgninum. Hópurinn ferðast svo saman tilbaka með rútu eftir seinasta hluta á sunnudeginum sem verður ekki fyrr en um kvöldmatarleytið. Keppendur þurfa að taka með sér peninga fyrir mat á heimleiðinni en annar matur er innifalinn í kostnaðinum sem og bakkanesti. Fararstjórar í ferðinni eru Tómas Viðarsson (896-7754) og Larisa Andreyeva Viðarsson (865-9860). Með í för verða einnig Ragnheiður Runólfsdóttir yfirþjálfari, Laufey Erla þjálfari krókódíla og Karen Malmquist sem ætlar að dæma á mótinu.