Á laugardagsmorgun flugu keppendur suður ásamt Lísu fararstjóra og Dillu dómara. Mótinu lauk um hádegisbil í dag, sunnudag. Við áttum 5 keppendur á mótinu, þau Villa, Jón Gunnar, Axel, Breka og Lilju Rún. Allir skiluðu sínum sundum með glæsibrag, þó sumir hafi bætt sig meira en aðrir eins og gengur og gerist á sundmótum. Allir voru vel stemmdir og röðuðust inn verðlaun og þar á meðal eitt Íslandsmet. Villi hóf mótið með glæsibrag og skilað Íslandsmeti í 50 flug.
Svona röðuðust verðlaunin:
Villi:
50 m flugsund - Gull (Íslandsmet),
100 m bak - Gull,
100 m skrið - Silfur,
50 m skrið - Gull,
50 m bak - Gull -
100 m bringa, Silfur.
Lilja Rún:
200 m skrið - Brons,
50 m bringa - Gull,
50 m bak - Gull,
100 m skrið - Silfur,
100 m bringa - Brons.
Jón Gunnar:
50 m flug - Brons,
50 m bringa - Silfur.
Boðsundssveitina skipuðu þau Villi, Jón Gunnar, Axel og Liljla Rún. Keppt var fyrri daginn í 4x100 fjór og lentu þau í öðru sæti þar. Seinni daginn var keppt í 4x100 skrið og þar fengu þau einnig silfurverðlaun.
Eins og sjá má koma þau hlaðin verðlaunum heim.
Hópurinn ætlar síðan á lokahóf í kvöld þar sem byrjað verður á matarveislu og síðan dansleik á eftir. Það verður að vonum mikið fjör og mikið gaman en þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem ákveðið er að dvelja aukanótt til að komast á lokahóf.