ÍM50 lið Óðins 2023!

Skörungarnir sem syntu 4x 100 skrið í boðsundi!
Skörungarnir sem syntu 4x 100 skrið í boðsundi!
Áfram Óðinn!
 
Það tekur alltaf á að breyta um umhverfi og keppa í 50m laug þegar maður þekkir varla annað en 25m útilaug…
Sundmennirnir okkar láta það þó ekki á sig fá og standa sig alltaf eins og snillingar rétt eins og þau sýndu um seinustu helgi á ÍM50🤗
“Fámennt en góðmennt” lýsti vel Óðinshópnum á ÍM50 í ár en hann var sterkur og til í tuskið🏊🏼‍♀️ Við erum eitt lið og fögnum hvort öðru þegar vel gengur og stöndum saman þegar á móti blæs! Hópurinn okkar setti mörg flott persónuleg met á mótinu og komu heim reynslunni ríkari!
 
Sandra Rut synti í úrslitum á laugardeginum, í 200 flug, og gaf ekkert eftir💪🏽
Kristinn Viðar var fulltrúi Óðins í úrslitum á sunnudeginum þar sem hann gaf ekkert eftir í 50 bak🤘🏼
Kvennaboðsundsliðið okkar gerði góða hluti á sunnudeginum, bættu skráðan tíma og sýndu flottan samhug á bakanum❤️
Örn Kató keppti í úrslitum í 800 skrið í seinasta mótshluta á mánudeginum og stóð sig virkilega vel! 🏊🏼‍♀️
 
Átökin halda þó áfram og nú er bara að klára sundtímabilið með stíl!
 
ÍM50 lið Óðins 2023;
- Alicja Julia Kempisty
- Halla Rún Fannarsdóttir
- Ísabella Jóhannsdóttir
- Kristinn Viðar Tómasson
- Sandra Rut Fannarsdóttir
- Örn Kató Arnarsson