Íslands- og unglingameistaramótið í 25 metra laug var haldið 8. - 10. nóvember í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hildur Sólveig Elvarsdóttir yfirþjálfari fylgdi okkar sundfólki á mótið en Sundfélagið Óðinn átti alls 11 keppendur. Sjö keppendanna æfa hér á Akureyri en hinir fjórir eru eldri sundmenn og æfa þrír þeirra hjá Röggu okkar Run í Svíþjóð og einn á Laugum. Keppendur Óðins voru:
Alexander Reid McCormick
Alicja Julia Kempisty
Bríet Laufey Ingimarsdóttir
Halla Rún Fannarsdóttir
Ísabella Jóhannsdóttir
Jón Ingi Einarsson
Katrín Birta Birkisdóttir
Magni Rafn Ragnarsson
Sandra Rut Fannarsdóttir
Svava Björg Lárusdóttir
Örn Kató Arnarsson
Óðinn átti einn keppanda sem komst á verðlaunapall en það var hún Alicja Julia sem varð í 3. sæti í 200 metra skriðsundi. Þess má geta að Alicja Julia er aðeins 13 ára gömul og því um mjög góðan árangur að ræða. Óðinn tefldi fram boðsundssveitum í öllum flokkum, þ.e. í karla, kvenna og blönduðum flokki og stóðu sveitirnar sig mjög vel. Allir keppendur bættu sig eitthvað og er ánægjulegt að segja frá því að keppnishópur Óðins á RIG, Reykjavík International Games, mun meira en tvöfaldaðist. Virkilega flott mót hjá krökkunum og er þetta mót vísbending um það sem koma skal enda hraustir, sterkir og flottir iðkendur hjá Sundfélaginu Óðni.