Íslandsmeistaramótið í 50 m.laug fór fram dagana 11-14. Apríl 2013.
10 sundmenn lögðu af stað frá Akureyri 10.apríl. Mótið byrjaði síðan kl. 8 næsta morgun.
Árangur á fyrsta degi var ágætur og virtist sundfólkið okkar vera tilbúið í slaginn. Veikindi á endasprettinum í undirbúning setti samt strik í reikninginn, en allir voru staðráðnir í að bæta sig og gera sitt besta.
Birgir Viktor náði 3.sæti í 50 metra flugsundi eftir mikið baráttusund. Aðrir sem syntu í úrslitum þennan dag voru þær Bryndís Bolladóttir og Nanna Björk Barkadóttir. Þessar tvær sundkonur eru báðar orðnar meðal þeirra sterkustu í sínum greinum. Bryndís hefur verið að einbeita sér að stuttu greinunum en Nanna meira að fjórsundi og millivegalengdum. Birgir Viktor synti einnig til úrslita í 200 m fjórsundi og Rakel í 800m skriðsundi. Aðrir sem syntu í undanrásum voru þau Oddur Viðar, Kristín Ása , Elín Kata og Júlía Ýr. Þau stóðu sig öll með príði og litlu munaði að þau næðu inní úrslit.
Rakel, Júlía Ýr , Elín Kata og Bryndís syntu allar undanrásir í 400 metra skriðsundi. Bryndís náði úrslitasæti. Birkir Leó og Oddur Viðar syntu 100 skrið og bætti sinn tíma. Bryndís náði líka í úrslit í 100 m. Skriðsundi og ákvað að skrá sig úr úrslitum í 400 m. Skriðsundi til að einbeita sér betur þar. Hún var búin að vera veik og 100 metra skriðsund hennar grein. Þannig að við tókum þessa ákvörðun. Stelpurnar syntu síðan frábært boðsund í 4*200 m. Skriðsundi og náðu úrslita sæti þar.
Rakel synti úrslit í 400 m. Skriðsundi. Hún náði sér ekki á strik en barðist vel allan tímann. Nanna synti síða úrslit í 200 m. Bringusundi og náði að bæta árangur sinn frá því um morguninn í undanrásum. Bryndís gerði slíkt hið sama í 100 m. Skriðsundi en hún náði með þessu sundi lágmörkum til að synda á EYOF í sumar. En hún var reyndar áður búin að ná þeim árangri. Stelpurnar náðu síðan 4.sæti í boðsundinu eftir mikla baráttu.
Þriðji dagurinn var tekinn árla eins og allir hinir dagarnir. Oddur Viðar byrjaði daginn á 100 m. Flugsundi og synti á ágætis tíma miða við að hann hefur verið frá vegna meiðsla í baki. Hann er allur að rétta úr kút og kom sterkur til leiks. Nanna Björk synti einnig 100 m. Flugsund og náði þar úrslita sæti. Birgir Viktor náði einnig úrslitasæti í 50 metra bringusundi. Bryndís , Júlía Yr , Rakel syntu allar 200m. Skriðsundi og náði Bryndís í úrslit þar Nanna , Júlía Ýr, Guðrún og Kristín Ása syntu allar 50m bringusund. Stóðu sig allar með sóma og náði Nanna og og Júlia í úrslit. Birkir Leó og Oddur Viðar syntu síðan 50 metra skriðsund og stóðu sig ágætlega. Stelpurnar okkar naðu síðan í úrslit í 4*100 m. Skriðsundsboðsundi.
Í úrslitum náði Nanna Björk 4.sæti eftir mjög gott sund. Birgir Viktor náði 3.sæti í 50 metra bringusundi á nýju Akureyrarmeti. Bryndís náði að bæta sinn árangur frá því um morguninn í 200 m. Skriðsundi. Nanna og Júlía náðu einnig að bæta sig frá því um morguninn í 50 m. Bringusundi. En þær voru í mikilli baráttu um sæti en enduðu í 4. Og 5.sæti. Stelpurna enduðu í 4.sæti í boðsundinu en þær voru einnig í mikilli baráttu um sæti í þessu sundi.
Lokadagurinn er alltaf skemmtilegur. Þá sjá keppendur fyrir endan á öllu erfiðinu. Bryndís og Kristín Ása byrjuðu daginn fyrir okkur með 50. Metra baksundi. Báðar að synda vel og Bryndís náði í úrslit. Birkir Leó synti 200 m. Skriðsund og bætti sinn árangur þar. Nanna , Júlía Ýr og Elín Kata náðu síðan ágætis árangri í 400 metra fjórsundi. Elín Kata var síðan dæmd ógild en hún náði inn í úrslit. Svekkjandi fyrir þessa bráðefnilegu stelpu að vera dæmd úr. En hún fær annað tækifæri til að sanna sig. Birgir Viktor og Birkir Leó náðu báðir inn í úrslit í 50 metra baksundi með bætingu. Birgir Viktor á nýju Akureyrarmeti.
Kristín Ása og Guðrún syntu síðan 100 m. Bringusundi og áttu ágætis sund. Kristín Ása náði inn í úrslit. Birgir Viktor synti sig síðan í úrslit í 100 m. Bringusundi og ákvað í framhaldi af því að skrá sig úr úrslitum í 50 metra baksundi til að einbeita sér að bringusundinu frekar.
Bryndís, Nanna Björk, Elín Kata og Júlía Ýr syntu allar 50 m. Flugsund. Nanna og Bryndís náðu báðar í úrslit í þessari grein og hinar voru að bæta sig. Stelpurnar náðu síðan í úrslitasæti í 4?100 m. Fjórsundi.
Bryndís náði sér ekki á strik í baksundinu en synti samt mikið baráttusund. Júlía Ýr datt inní úrslit í 400 m. Fjórsundi og kláraði það sund alveg ágætlega. Birkir Leó bætti aftur sinn árangur í úrslitum í 50 metra baksundi. Kristín Ása og Guðrún syntu báðar í úrslitum í 100m . bringusundi. Ágætt sund hjá þeim báðum. Birgir Viktor náði síðan 2.sæti í 100 m. Bringusundi á nýju Akureyrarmeti. Mjög flott sund hjá honum. Bryndís og Nanna stóðu sig báðar mjög vel í úrslitasundinu í 50 m. Flugsundi. Bryndís á telpnametið í þessari grein en náði ekki að bæta það í þetta sinn. Óðinn stelpurnar enduðu síðan þetta mót með því að næla sér í 4.sætið í boðsundinu.
Krakkarnir þurftu síðan að þjóta á flugvöllinn og með aðstoð frá góðu fólki náðu allir fluginu heim. Það voru lúnir sundkrakkar sem komu heim á Akureyri og flestir sáttir með sig.
Farastjórar í ferðinni voru Alda og Börkur og eiga þau hrós skilið hvað þau hlúðu vel að börnunum. Allir öryggir og sáttir með góðan mat og enn betri félagsskap.