Kæru félagar,
Samkvæmt nýsamþykktri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar ber öllum félögum sem hafa fasta styrktarsamninga við Akureyrarbæ að gera jafnréttisáætlun í samræmi við jafnréttislög. Undir þetta heyra öll íþróttafélög bæjarins. Að sama skapi gerir ÍSÍ þá kröfu að þau íþróttafélög sem hljóta gæðaviðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ starfi eftir virkri jafnréttisáætlun, en Sundfélagið Óðinn hlaut slíka viðurkenningu árið 2006. Af þessu má því ljóst vera að það er löngu orðið tímabært að okkar ágæta Sundfélag samþykki stefnu sem taki mið að því að jafnréttis milli kynja sé gætt hvívetna í daglegu starfi félagsins.
Miðvikudaginn 6. apríl verður aðalfundur Sundfélagsins Óðins haldinn. Á þeim fundi verður lögð fram til kynningar ný jafnréttisstefna félagsins. ÍSÍ og ÍRB veita íþróttafélögum leiðarvísi að jafnréttisstefnu sem félögin geta aðlagað að sinni starfsemi, en stjórn Sundfélagsins hefur nú sett saman drög að jafnréttisstefnu sem byggir á þeim grunni. Þessi drög eru birt hér í hjálögði skjali en við viljum gjarnan veita öllum félagsmönnum tækifæri til þess að koma ábendingum, athugasemdum eða breytingartillögum á framfæri fyrir aðalfundinn í næstu viku. Vinsamlegast komið þeim athugsemdum á framfæri í gegnum netfangið hildurfri@gmail.com.
Jafnréttisstefna Óðins (tillaga)