Nú styttist óðum í jólafrí!
Hóparnir hennar Dillu fara í frí eftir þessa viku en Sæhestar, Gullfiskar og Höfrungar í Akureyrarlaug fara í jólafrí föstudaginn 21. desember. Starfið hefst svo aftur hjá þessum hópum mánudaginn 7. janúar. Krókódílar, Framtíðar- og Úrvalshópur fara einnig í jólafrí föstudaginn 21. desember en æfingar hefjast aftur hjá þessum hópum fimmtudaginn 3. janúar.
Afrekshópur fær æfingaáætlun fyrir jólin hjá yfirþjálfara.