Um leið og við óskum öllum gleðilegra jóla þá bjóðum við til Jólasunds Sundskólans. Það verður haldið í Glerárlaug föstudaginn 20. desember og er síðasta æfing nemenda sundskóla Óðins úr báðum laugum. Jólaball og leikir er verkefni dagsins.
Æfingar hefjast svo aftur í Akureyrarlaug mánudaginn 6. jan en vegna lokunnar í Glerárlaug ekki fyrr en 13. jan. samkvæmt stundartöflum
Tímaáætlun lítur svona út.
HÖFRUNGAR ÚR BÁÐUM LAUGUM OG KROSSFISKARKL. 14.30
GULLFISKARÚR BÁÐUM LAUGUM KL. 15.15
SÆHESTAR1.2.3 OG AK-LAUG KL 16.00
SKJALDBÖKUR1 OG 2 MEÐFORELDRI eða eldra systkini KL. 16.45
Ef foreldrar eiga börn í tveim hópum þá má senda þau saman í tíma og þá velja þau þann tíma sem er hentugri báðum börnunum. Það kostar ekkert og endilega verið duglega að hvetja börnin til aðkoma og skemmta sér og hitta aðra jafnaldra sína í Óðni.
Þjálfarar og stjórn Óðins