Þá er keppni á ÍM25 lokið þetta árið og þegar þetta er skrifað stendur yfir lokahóf SSÍ þar sem er mikið um dýrðir að venju. Akureyrarmetin féllu áfram í dag og þá varð Bryndís Rún Hansen Íslandsmeistari í 100 m flugsundi, hársbreidd frá Íslandsmeti.
Júlía Ýr Þorvaldsdótti tvíbætti Akureyrarmetið í 50 m bringusundi, bæði í stúlkna og kevennaflokki. Í undanrásum synti hún á 35,08 og í úrslitum á 34,98. Aðrir sem syntu til úrslita í dag voru Halldóra Sigríður Halldórsdóttir í 50 m skriðsundi og 100 m flugsundi, Nanna Björk Barkardóttir í 200 m fjórsundi, Oddur Viðar Malmquist í 100 m flugsundi og kvennasveitin í 4x100 m skriðsundi. Sveitina skipuðu Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir og Karen Konráðsdóttir. Frábær árangur hjá þessum flottu sundmönnum.