Kjör íþróttamanns Akureyrar 2013

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og íþróttaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag. Við sama tækifæri voru afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs, ásamt styrkjum og viðurkenningum til þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem áttu landsliðsmenn og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013.

Hafdís Sigurðardóttir, spretthlaupari og langstökkvari úr Ungmennafélagi Akureyrar, er íþróttamaður Akureyrar 2013.

Þrjú efstu í kjörinu um íþróttamann Akureyrar 2013. Einar Kristinn Kristgeirsson (3. sæti), Hafdís Sigurðardóttir (1. sæti) og Ingvar Þór Jónsson (2. sæti). Mynd: Þórir Tryggvason.

Þrjú efstu í kjörinu um íþróttamann Akureyrar 2013. Einar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), Hafdís Sigurðardóttir (1. sæti) og Ingvar Þór Jónsson (3. sæti). Mynd: Þórir Tryggvason.(mynd tekin af heimasíðu Akureyrarbæjar)

Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs Akureyrarbæjar

Íþróttaráð Akureyrarbæjar veitti fimm einstaklingum heiðursviðurkenningu við sama tækifæri; Bryndísi Þorvaldsdóttur, Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttur, Guðmundi Víði Gunnlaugssyni, Halldóri Magnúsi Rafnssyni og Sigurði Stefánssyni. Öll eiga þau að baki áratuga farsælt starf í þágu hinna ýmsu íþróttagreina innan íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.


Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs Akureyrar. Frá vinstri: Halldór Magnús Rafnsson, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Dýrleif Skljóldal Ingimarsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Stefánsson. Mynd: Þórir Tryggvason. (mynd tekin af heimasíðu Akureyrarbæjar)

171 Íslandsmeistari, 102 landsliðsmenn

Íþróttaráð og Afrekssjóður Akureyrar veittu jafnframt þeim íþróttafélögum sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013 viðurkenningar og styrki. Alls eignuðust 12 íþróttafélög á Akureyri 171 Íslandsmeistara og 11 akureyrsk íþróttafélög áttu 102 landsliðsmenn á árinu. Skautafélag Akureyrar á flesta einstaklinga í báðum þessum hópum, 85 Íslandsmeistara og 36 landsliðsmenn.