Laugardaginn 3. desember verður hið árlega desembermót Óðins haldið

Laugardaginn 3. desember verður hið árlega desembermót Óðins haldið. Þetta eru allt stuttar greinar og tilvalið fyrir yngri keppendur Óðins sem eru að stíga sín fyrstu spor. Þjálfarar sjá um skráningar á mótið, en viljir þú ekki að barnið þitt keppi bið ég þig vinsamlegast um að láta þjálfarann vita fyrir fimmtudag eða á netfangið yfirthjalfari@odinn.is

Þetta mót er ætlað afresk-, úrvals-, framtíðar-, krókódíla- og höfrungahópum (báðum laugum).

Sundlaugin opnar kl. 9.00 á laugardaginn og þá hefst upphitun. Keppni byrjar kl. 10 og stendur í 1,5 - 2 tíma. Niðurröðun greina má finna hér (keppendalisti kemur á föstudagskvöldið):

https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/16911/live/

Dagskrá mótsins. Birt með fyrirvara um breytingar

Verðlaun verða veitt fyrir stigahæsta sundmann og konu í flokkunum 12 ára og yngri, 13-14 ára og svo 15 ára og eldri. Verðlaun verða veitt strax að móti loknu.

Engin skráningargjöld eru fyrir mótið.