LÍF OG FJÖR Á UPPSKERUHÁTÍÐ - BRYNDÍS RÚN SUNDMAÐUR AKUREYRAR 2015

Bryndís Rún Hansen sundmaður Akureyrar 2015
Bryndís Rún Hansen sundmaður Akureyrar 2015

Viðurkenningar veittar
Í krókódílahópi, sem er eldri hópur félagsins fyrir fatlaða, fengu Bergur Unnar Unnsteinsson og  Tinna Rut Andrésdóttir viðurkenningar fyrir stigahæstu sund karla og kvenna. Í sama hópi fékk Breki Arnarsson viðurkenningu fyrir ástundun og Fannar Logi Jóhannsson fyrir framfarir í sundtækni.

Í Úrvalshóp fengu viðurkenningu fyrir ástundun Katrín Magnea Finnsdóttir og fyrir framfarir í sundtækni Finnur Björn Antonsson. Í framtíðarhópi fengu viðurkenningu fyrir ástundun Elín Rósa Ragnarsdóttir og fyrir framfarir í sundtækni Olga María Valdimarsdóttir.

Í afrekshópi fengu viðurkenningu fyrir mestu bætingu á árinu Þura Snorradóttir og Hákon Alexander Magnússon. Stigahæsta sund karla átti Snævar Atli Halldórsson og stigahæsta sund kvenna Bryndís Rún Hansen.

Sú breyting var á afreksviðurkenningum þetta árið að valinn var Fyrirmyndar sundmaður Óðins og varð Breki Arnarsson fyrir valinu. Breki er afar duglegur drengur og mætir mjög vel á allar æfingar og eins er hann er mikill vinur allra. Breki æfir bæði með Afrekshópi og Krókódílahópi.

Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem eru í sundskólanum ásamt því að Dilla talaði aðeins um sundskólann. Undanfarin ár hefur sundskólinn fengið viðurkenningar og er það ánægjulegt að segja frá að sífellt fjölgar þeim sem mæta á uppskeruhátiðna og vonum við að svo verið áfram.

Akureyrarmet.
Að minnsta kosti 43 Akureyrarmet í einstaklingsgreinum voru slegin á árinu og þar öflugust var Þura Snorradóttir en hún sló Akureyrarmet 21 og margbætti eigin Akureyrarmet sérstakleg í baksundi. 8 Akureyrarmet voru slegin í boðsundum.

Eftirfarandi settu Akureyrarmet á árinu í einstaklingsgreinum:

Bryndís Bolladóttir
Bryndís Rún Hansen
Elín Kata Sigurgeirsdóttir
Nanna Björk Barkardóttir
Rannveig Katrín Arnarsdóttir
Snævar Atli Halldórsson
Þura Snorradóttir

Eftirfarandi boðsundssveitir settu Akureyrarmet :

Þura Snorradóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir,
Aþena Arnarsdóttir, Rebekka Sif Ómarsdóttir

Þura Snorradóttir, Sigurjóna Ragnheiðardóttir,
Eva Sól Garðarsdóttir, Rebekka Sif Ómarsdóttir

Bryndís Rún Hansen, Elín Kata Sigurgeirsdóttir
Nanna Björk Barkardóttir, Bryndís Bolladóttir

Íslandsmeistarar á árinu:
Óðinn átti 15 Íslandsmeistara á árinu og þeir voru:
Aþena Arnarsdóttir
Alexandra Tómasdóttir
Axel Birkir Þórðarson
Bergur Unnar Unnsteinsson
Breki Arnarsson
Bryndís Rún Hansen
Elín Kata Sigurgeirsdóttir
Embla Sól Garðarsdóttir
Eva Sól Garðarsdóttir
María Arnarsdóttir
Nanna Björk Barkardóttir
Rebekka Sif Ómarsdóttir
Sigurjóna Ragnheiðardóttir
Snævar Atli Halldórsson
Þura Snorradóttir
Myndir frá hátíðinni

Bryndís Rún Hansen Sundmaður Óðins 2015

Bryndís Rún er sundmaður ársins 2015 hjá Óðni og keppir hún fyrir hönd félagsins með Landsliði Íslands. Á árinu 2015 keppti hún m.a. á Íslandsmeistaramóti, Smáþjóðaleikunum, HM í Rússlandi og Háskólamótum NCAA dII í Bandaríkjunum.

Bryndís hefur undanfarin ár verið í hópi sterkustu sundkvenna landsins. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í skriðsundi og flugsundi, Íslandsmethafi í 50m og 100m flugsundi í 25m braut og 50m flugsundi í 50m braut.

Helstu afrek Bryndísar á nýliðnu ári eru talin upp hér að neðan en nefna má að hún tvíbætti Íslandsmetið í 50m flugsundi, varð fyrsta íslenska konan til að synda 50m flugsund undir 27 sekúndum og önnur íslenska konan til að synda 100m skriðsund undir 56 sekúndum.

Síðastliðna tvo vetur stundaði Bryndís Rún nám við Nova Southeastern Universety á Flórída.

Hún var í tvígang kosin íþróttamaður vikunnar í fylkinu og var einnig útnefnd nýliði ársins í fylkinu.

Bryndís stefnir á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og er við æfingar bæði hér heima og erlendis undir stjórn Jacky Pellerin landsliðsþjálfara Íslands.

Helstu afrek Bryndísar á árinu

HM50 í Rússlandi

  • 50m skriðsund
  • 100m skriðsund
  • 50m flugsund  (Íslandsmet)
  • 4x100m fjórsund boðsund  (Íslandsmet)

Smáþjóðaleikar á Íslandi

  • 50m   skriðsund 2. sæti
  • 100m skriðsund 2. sæti
  • 100m flugsund           2. sæti
  • 4x200m skriðsund boðsund  1.sæti (Íslandsmet)
  • 4x100m skriðsund boðsund  1.sæti (Íslandsmet)

Íslandsmeistaramót í 50m braut

  • 50m     skriðsund 1. sæti
  • 100m   skriðsund 1. sæti
  • 200m   skriðsund 1. sæti
  • 50m     flugsund   1. sæti  (Íslandsmet)
  • 100m   flugsund   1. sæti

NCAA dII Bandaríska háskólameistaramótið

  • 50 yarda skriðsund 1. sæti (skóla, fylkis, og deildarmet)
  • 100 yarda skiðsund 3. sæti
  • 200 yarda skriðsund 3. sæti