Lionsmót Ránar laugardaginn 11. maí á Dalvík.

Lionsmót Ránar sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður haldið laugardaginn 11. maí nk.

Keppt verður í Sundlauginni á Dalvík sem er 25 m·12,5 útilaug með fimm brautum, og eru handtímaklukkur notaðar. Upphitun hefst kl. 09:00 og keppni hefst kl. 10:00.

Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í meyja og sveina í flokki 12 ára og yngri, telpna og drengja flokki 13 - 14 ára og í karla og kvenna flokki 15 ára og eldri. Tíu ára og yngri fá þátttökuverðlaun.

Kostnaður per keppanda er 2.500 kr. greiðist inn á reikning Sundfélags Óðins og passa að setja nafn sundmanns í skýringu
Reikningsnr.: 0566-26-80180
Kennitala: 580180-0519

 

Ábendingar til foreldra: Keppendur ferðast á eigin vegum og muna að nesta sig fyrir daginn og útbúa sig eins og fyrir sundmót í útilaug, sjá nánar útbúnaðarlista fyrir sundmót hér.
Gaman væri ef einhverjir tækju sig til og myndu ákveða hvort ætti að hittast eftir mót og borða saman. Þessu er beint til foreldra hópanna að skipuleggja þetta og sjá hvort er áhugi fyrir.

Upplýsingar um mótið, greinauppröðun, upphitun og fleira. 

 

Til þjálfara:
Vinsamlegast sendið inn skráningar eigi síðar en föstudaginn 3. maí. Senda á skráningar á netfangið: ebu@ismennt.is.
Fyrirspurnir má senda á netfangið sundfelagran@gmail.com