Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður laugardaginn 11. maí nk.
Keppt verður í Sundlaug Dalvíkur sem er 25m * 12 m útilaug með fimm brautum.
Handtímatökuklukkur eru notaðar
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur verðlaun.
Skráningagjöld eru 1500 kr. og greiðist á reikning Óðins 0566-26-80180 kt. 580180-0519 í síðasta lagi á föstudag 10. maí.
Ferðast er á eigin vegum. Muna eftir að hafa með sér gott nesti. Upplýsingar um útbúnað á útisundmót er að finna undir "upplýsingar - útbúnaðarlisti fyrir sundmót".
Upphitun byrjar kl. 10:00 og mót hefst kl. 10:45.
Síðan er bara að leggjast á bæn og óska eftir sól og góðu veðri. :)