Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður laugardaginn 20. maí nk.
Keppt verður í Sundhöll Siglufjarðar sem er 25 m·10 m innilaug með fjórum brautum. Handtímatökuklukkur eru notaðar. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í meyja og sveina flokki 12 ára og yngri, telpna og drengja flokki 13 – 14 ára og í karla og kvenna flokki 15 ára og eldri. Tíu ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
Ábending til foreldra:
Farið er á eigin vegum. Gaman ef einhverjir tækju sig til og myndur ákveða hvort ætti að hittast eftir mót og borða saman. Beini þessu til foreldra hópanna að skipuleggja þetta og sjá hvort er áhugi.
Upplýsingar um mótið, greinauppröðum, upphitun o.þ.h.
Kostnaður:
Stungugjöld 2000 þúsund kr. Leggist inn á reikning Óðins 0566-26-80180 kt. 580180-0519 fyrir 20 maí.
Til þjálfara:
Vinsamlegast sendið inn skráningar eigi síðar en föstudaginn 12. maí. Senda á skráningar á netfangið:ebu@ismennt.is Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Gísladóttir í síma 860-4925, netfang hosagisla64@gmail.com.