ÍM 25 ÍF var haldið í Ásvallalaug 7 og 8 nóvember. Þangað fór fríður hópur frá Sundfélaginu Óðni og gerði flotta hluti. Árangur var mjög góður og hér fyrir neðan er texti tekinn af facebokksíðu hópsins.
Í dag fylgdu þessir frábæru drengir okkar í Óðni eftir góðum árangri gærdagsins. 10 verðlaunasund litu dagsins ljós og komst Finnur Björn nú í hóp medalíuhafa. Dagurinn byrjaði á því að boðsundssveitin okkar í 4x50 fjór náði 2 sæti. Bergur, Breki og Axel náðu gullverðlaunum í a.m.k 1 grein og eru því Íslandsmeistarar eftir helgina!
Eftir mótið var svo brunað í Kringluna og hlaðið á orkubirgðirnar á Stjörnutorginu. Svo var ákveðið að nýta það sem eftir lifði dags í að skellasér í bíó og varð Bond fyrir valinu.
Allir mjög sáttir með vel heppnaða ferð og er ég afar stoltur af þessum fyrirmyndar iðkendum sem við eigum.
Bestu kveðjur
Jón Heiðar