Árlegt Nóa-Síríusmóti Óðins. Hópar úr sundskólanum keppa í Glerárlaug fimmtudaginn 21. mars samkvæmt tímaskema (sjá neðar) í Glerárlaug en útihópar í Akureyrarlaug og Höfrungar keppa á æfingatímum Akureyrarlaug.
Mót í Glerárlaug fyrir sundskólann
Mótið er fyrst og fremst sýning á getu barnanna úr báðum laugum og æfing í þeim keppnisreglum sem fylgja því að keppa í sundi þegar fram í sækir. Einnig til að hafa gaman saman og fá páskaegg fyrir sundið sitt.
Gullfiskar keppa í 100m. skriðsundi (sex ferðir í Glerárlaug), Sæhestar synda eftir því sem geta gefur tilefni til og Skjaldbökur synda eina ferð skriðsund án hjálpartækja.
Kl. 14.45 með því að Gullfiskar og Höfrungar úr báðum laugum stinga sér til sunds.
Kl. 15.30 er röðin komin að Krossfiskum og
Kl. 15.45 eru það sæhestar 1 og 2 og úr Akureyrarlaug sem synda og að lokum
Kl. 16.30 Sæhestar 3 (nýbyrjaðir) og skjaldbökur báðir hópar.
Systkin mega mæta saman á þeim tíma sem best hentar.
Skráningargjald er 500 kr. á hvern þátttakenda og greiðist það við komu. Að loknu sundi fá allir páskaegg með sér heim. Siðan er sundskólinn komin í páskafrí. Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu eftir páska.
Höfrungar hafa val hvort þeir vilja synda í Glerárlaug eða Akureyrarlaug. Þeir sem velja að synda í Akureyrarlaug mæta á æfingatíma Framtíðarhóps sem er kl 16:00.
Akureyrarlaug á æfingatímum krakkana í Akureyrarlaug fimmtudaginn 21. mars.
Haldið í Akureyrarlaug fyrir útihópa og Höfrunga. Skráningargjald er 500 kr og allir fá páskaegg.