Þá er komið að hinu árlega Nóa-Síríus móti Óðins.
Árlegt Nóa-Síríusmóti Óðins. Hópar úr sundskólanum keppa í Glerárlaug föstudaginn 15. apríl á æfingatíma í Glerárlaug en útihópar í Akureyrarlaug og Höfrungar keppa í Akureyrarlaug seinna um daginn, eða kl. 18.
Mót í Glerárlaug fyrir sundskólann
Mótið er fyrst og fremst sýning á getu barnanna úr báðum laugum og æfing í þeim keppnisreglum sem fylgja því að keppa í sundi þegar fram í sækir. Einnig til að hafa gaman saman og fá páskaegg fyrir sundið sitt.
Gullfiskar keppa í 100m. skriðsundi (sex ferðir í Glerárlaug), Sæhestar synda eftir því sem geta gefur tilefni til og Skjaldbökur synda eina ferð skriðsund án hjálpartækja.
Skráningargjald er 500 kr. á hvern þátttakenda og greiðist það við komu. Að loknu sundi fá allir páskaegg með sér heim.
Tímasetningar (áætlun):
Gullfiskar kl. 14.45- 15.15
Höfrungar kl. 15.15- 15.45
Krossfiskar kl. 15.45-16.15
Sæhestar kl. 16.15-16.45
Skjaldbökur kl. 16.45-17.15
Akureyrarlaug kl. 18 föstudaginn 15. apríl
Haldið í Akureyrarlaug fyrir útihópa og Höfrunga. Skráningargjald er 500 kr og allir fá páskaegg.
Upphitun hefst 17:30