Nóa Siriusmót Óðins

Árlegt Nóa Siríusmótt Óðins verður haldið í Glerárlauginni föstudaginn 30. mars. Þetta er sýningarmót fyrir öll börn í sundskóla Óðins, bæði úr Akureyrar- og Glerárlaug.

Mótið er sett upp þannig að yngri krakkarnir synda 1-4 ferðir, þeir reyndari 6 ferðir (100 m) og allir fá páskaegg að því loknu.  Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru hvattir til að koma og sjá framfarirnar hjá börnunum.

Skráningargjald á mótið er 500 krónur sem greiðist við komu.

Til að biðin verði sem styst þá mæta börnin í hópum eins og á aðra viðburði hjá okkur.

Tímasetningar (áætlun):
kl. 14.45-15.15 Gullfiskar 
kl. 15.15-15.45 Höfrungar
kl. 15.45-16.15 Krossfiskar 
kl. 16.15-16.45 Sæhestar Ak.laug, Sæhestar 1 og 2 Glerárlaug 
kl. 16.45-17.15 Sæhestar 3 Glerárlaug og Skjaldbökur 1 og 2

Iðkendur í Akureyrarlaug.
Keppt verður á æfingatíma ykkar.
Sama skráningagjald 500 kr. og páskaegg að lokinni keppni.


Hlökkum til að sjá ykkur!
Þjálfarar