Nói Siríus mót Sundfélagsins Mótið er haldið í Glerárlaug föstudaginn 27. mars.
Þetta er sýningarmót, svipað og Gullmótið í febrúar, þar sem foreldrum er boðið að koma og horfa á. Það eru engin skráningargjöld og enginn aðgangseyrir. Krakkarnir fá öll verðlaun frá Nói Siríus í lokin og er markmiðið að gera eins vel og maður getur. Til þess að koma öllum í sundskólanum fyrir verðum við að setja inn tímasetningar fyrir hópana en systkini geta alltaf komið saman á þeim tíma sem hentar best.
Mótið byrjar kl. 14.30 og líkur því ekki fyrr en sá síðasti hefur synt, eða um kl. 17.30 þannig að ef tími hentar ekki með hóp þá má koma á öðrum tíma en þá er ekki sjálfgefið að viðkomandi barn syndi með jafnöldrum sínum.
Tímarnir eru eftirfarandi:
Kl.14.45-15. 30 Höfrungar úr báðum laugum
Kl. 15.30 - 16.00 Gullfiskar úr báðum laugum og Krossfiskar.
Kl. 16.00-16.45 Sæhestar 1a og b og 2 úr Glerárlaug Sæhestar úr Akureyrarlaug.
Kl. 16.45-17.30 Skjaldbökur 1 og 2 og Sæhestar 3 Glerárlaug
Það eru venjulegar æfingar alla vikuna fyrir utan þennan föstudag. Þeir sem ekki æfa á föstudögum eru sem sagt að koma aukalega, en þeir sem æfa á föstudögum synda á mótinu í staðinn fyrir hefðbundna æfingu. Þannig að það eru engar hefðbundnar æfingar þennan dag. Að loknu þessu móti er komið páskafrí. ÆFINGAR HEFJAST AFTUR þriðjudag 7. apríl samkvæmt stundaskrá. Vonum að allir hafi gaman af. Þjálfarar og stjórn Óðins.