Nýjustu fréttir frá Malmö
Nú er sundmótinu lokið og er óhætt að segja að mótið hafi heppnast vel og að árangur krakkana okkar í Krókódílum sé framar vonum.
Krakkarnir héldu áfram að sýna flottar bætingar og Tinna einna mest líkt og í gær. Hún bætti sig um heilar 12 sek í 100m skrið!
Verðlaun í einstaklingsgreinum(sunnud):
Villi-2 gull
Breki-1 gull
Boðsundsveitin okkar nældi sér svo í brons í 4x50 frjálst.
Óðinn var svo í 2 sæti yfir stigahæsta lið sundmótsins!
(Leiðrétting upplýsinga frá því í gær:
Eftir útreikninga skv. fötlunarflokkum kom í ljós að boðsundssveitin okkar í 4x50 fjór lenti í 2 sæti en ekki 1 sæti).
Hópurinn er svo að fara saman út að borða í kvöld og kannski smá bæjarrölt í framhaldinu.
Við tökum svo lestina yfir til Köben á morgun og eyðum deginum þar í menningarrölti og önnur skemmtilegheit. Við eigum svo flug heim annaðkvöld og er áætluð lending í KEF um 22.20.
Með sundkveðjum frá Malmö
Jón Heiðar