Ragnheiður Runólfsdóttir, Ragga, yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins hefur sagt upp starfi sínu og mun hún klára sundárið og hverfa svo til annarra verkefna. Við þökkum Röggu kærlega fyrir hennar frábæra starf og var mikill fengur fyrir sundfélagið að hafa hana hjá okkur síðustu átta ár, og framlag hennar til sundstarfsins bæði í laug og utan hennar er ómetanlegt.
Samið hefur verið við Inga Þór Ágústsson sem yfirþjálfara Óðins og Pétur Örn Birgisson sem aðstoðarþjálfara og hafa þeir báðir mikla reynslu af sundþjálfun og hafa báðir þjálfað fyrir sundfélagið. Ingi Þór hefur verið að leysa Röggu af á núverandi sundári, og Pétur starfaði sem þjálfari hjá félaginu fyrir nokkrum árum síðan.
Stjórn Óðins er mjög ánægð með þetta samkomulag og er spennt fyrir komandi sundári.
Nánari kynning á nýjum yfirþjálfara og aðstoðarþjálfara verður áður en nýtt sundtímabil hefst.