Sundkonan Bryndís Rún Hansen setti í dag nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi þegar hún synti á 27,41 sekúndu á móti í Amsterdam. Hún bætti sitt gamla met um 24/100 úr sekúndu.
Bryndís Rún, sem keppir fyrir Bergensvömmerne í Noregi, tók þátt í fimm greinum í Hollandi um helgina og var nærri sínu besta í þeim öllum. Mótið var liður í undirbúningi fyrir norska meistaramótið um næstu helgi og Íslandsmeistaramótið um miðjan apríl.