Extramót SH var haldið helgina 19. og 20 október
Sundfélagið Óðinn var með 26 keppendur á mótinu úr úrvals - og afrekshóp. Með okkur í för voru einnig tvær sundstelpur frá Völsungi á Húsavík en þær hafa verið að æfa eftir sömu æfingum og okkar krakkar það sem af er vetri.
Þjálfarar gerðu sér vonir um góðan árangur á sínu fyrsta móti með þessu liði. Fórum við af stað með þær væntingar að um helmingur stungna myndu skila sér í bætingum. Einnig að sundmenn myndu staðfesta lágmörk á ÍM25 sem fram fer eftir þrjár vikur í þessari sömu laug.
Árangur krakkana var vonum framar. Sundfélagið Óðinn átti 146 stungur á þessu móti - 158 ef við teljum Völsungar stelpurnar með. Bætingar urðu í 121 sundi hjá sundfólkinu okkar.
Embla Karen, Örn Kató og Viktor náðu svo inn lágmarki fyrir ÍM25 en þá hafa tíu sundmenn náð lágmörkum inn á mótið enn sem komið er en það eru: Ólöf Kristín, Embla Karen, Örn Kató, Viktor, Hákon, Amalía, Alexandra, Rebekka, Aþena og Eva Sól.
Krakkarnir okkar náðu inn 12 verðlaunapeningum á mótinu í flokki æskunnar (12 -15 ára) og í flokki unglinga 15-17 ára.
Þessi árangur var framar okkar vonum - verðum að hrósa krökkunum mjög mikið fyrir þetta og það sýnir sig og sannar að það sem maður leggur inn á æfingum er að skila sér margfald til baka á sundmótum.
Það er alltaf erfitt að fá nýja þjálfara inn í félag sem er rótgróið og hefur haft góðu gengi að fagna með þjálfara sem hefur verið í mörg ár. Með nýjum þjálfurum koma nýjir siðir og nýjar áherslur. Á þessu móti var t.d. göngutúrinn á morgnanna afar vinsæll :), sem og kolvetnishleðslan á laugardagskveldinu (Huppu ísinn). Það eru líka áherslur í bakkaupphitun sem Viktor stýrði af sinni miklu snilld sem og áherslur í upphitun sem eru kannski öðruvísi einnig.
Vonum svo sannarlega að krakkarnir séu sæl og þreytt eftir helgina og endilega foreldrar og forráðamenn - óskið þeim til hamingju með mótið - þau eiga það svo sannarlega skilið.
Takk kærlega fyrir helgina - þið eruð einfaldlega bara frábær!
Ingi Þór og Pétur - þjálfarar