Óðinn auglýsir eftir yfirþjálfara

Sundfélagið Óðinn auglýsir eftir metnaðarfullum einstakling í starf yfirþjálfara. Umsækjandi þarf að geta hafið störf fyrir komandi sundtímabil sem hefst í ágúst 2011.

Starfssvið

  • Hefur yfirumsjón með öllum hópum og öðrum þjálfurum félagsins og störfum þeirra.
  • Sér um að framfylgja stefnu Sundfélagsins Óðins.
  • Sér um í samráði við stjórn Óðins að félagið geti boðið upp á alla sundþjálfun, allt frá byrjendakennslu til afreksþjálfunar.
  • Sér um áætlanagerð fyrir þjálfarastarfið.
  • Sér um að þjálfa tvo efstu hópa félagsins.
  • Er ráðgefandi aðili í skipulagningu á félagsstarfi innan félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og reynsla á sviði íþrótta- og/eða sundþjálfunar
  • Reynsla og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með  20. maí.  Umsóknir ásamt ítarlegri ferilskrá skulu sendar á borkurottos@gmail.com.