Óðinn lauk keppni í 3. sæti á AMI 2011. Þetta er jöfnun á besta árangri félagsins til þessa en einu sinni áður hefur félagið náð 3. sætinu. Þrettán félög kepptu á mótinu.
AMÍ lauk með glæsilegu lokahófi í Sjallanum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á mótinu. Nánari fréttir og samantekt á árangri kemur innan tíðar.
Þess má geta að annað Íslandsmet féll í lokahluta mótsins þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti eigið með í 200 m baksundi kvenna.