AMÍ gengur með miklum ágætum og að loknum öðrum keppnisdegi er Óðinn í 3. sæti stigakeppninnar með 231,5 stig. Ágæt afrek unnust í dag og slatti af verðlaunum komu í hús.
Eins og fram kom þá vann Erla Hrönn Unnsteinsdóttir fyrstu verðlaun Óðins í gær í 800 m skriðsundi og í dag bættust við níu verðlaun í einstaklingsgreinum og tvö í boðsundum.
Oddur Viðar Malmquist brons 100 m flugsundi 15-16 ára
Bryndís Bolladóttir brons í 200 m skriðsundi og 100 m fjórsundi
Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir brons í 200 m skriðsundi 17-18 ára
Halldóra S. Halldórsdóttir brons í 50 m skriðsundi 17-18 ára
Nanna Björk Barkardóttir brons 200 m bringusundi 13-14 ára
Júlía Ýr Þorvaldsdóttir brons í 200 m bringusundi 16-16 ára
Freysteinn Viðar Viðarsson silfur 200 m bringusundi 17-18 ára
Karen Konráðsdóttir brons 200 m bringusundi 17-18 ára
Þá unnu boðsundssveitirnar tvenn verðlaun í 4x100 m skriðsundi. Sveit 12 ára og yngri stelpna vann brons en hana skipuðu, Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir og Jana Þórey Bergsdóttir.
Sveit 17-18 ára vann silfur en hana skipuðu Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdótti og Karen Konráðsdóttir.
Besta afrek dagsins vann Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB sem bætti telpnametið í 100 m flugsundi, annað aldursflokkamet mótsins.