Þetta eru öðruvísi og krefjandi tímar hjá okkur, og ljóst að samkomubannið mun hafa mikil áhrif á okkur og æfingar verða með breyttu sniði á meðan það er í gildi. Staðan er þannig að það eru engar sundæfingar í gangi í augnablikinu, en stjórn og yfirþjálfari eru búin að skila Akureyrarbæ tillögum að útfærslu á sundæfingum og er beðið eftir viðbrögðum við þeim.
Við munum miðla upplýsingum eins og hægt er. Þar til þessi mál skýrast þá er mikilvægt að við hugum að krökkunum okkar og að hreyfingu, matarræði og líðan þeirra. Endilega skoða aðra möguleika með hreyfingu t.d. hægt að fara á skíði, út að hlaupa, gönguskíði, göngutúra með æfingum.
Allt er betra en að gera ekki neitt.
Áfram Óðinn!