Ragnheiður Runólfsdóttir sem verið hefur yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Óðni síðustu átta ár mun taka við starfi yfirþjálfara hjá einu stærsta sundfélagi Svíþjóðar SO2 sem staðsett er í Gautaborg. Ragnheiður tekur við þjálfarstöðunni þann 1. ágúst nk., en hún er í Svíþjóð núna með sundfélaginu SO2 á sænska unglingameistaramótinu. Sjálf var hún meðal fremstu sundkvenna heims og árið 1991 hlaut hún m.a. titilinn íþróttamaður ársins á Íslandi.
Ragnheiður er öflugur þjálfari og hefur sinnt frábæru og metnaðarfullu starfi sundfélaginu þau átta ár sem hún hefur sinnt yfirþjálfara stöðu og verður mikill missir af henni.
Kæra Ragga Sundfélagið Óðinn óskar þér innilega til hamingju með frábært starf og verður gaman að fá að fylgjast með þér á nýjum vettvangi.
Gangi þér virkilega vel.