RIG

Mótið stóð í þrjá daga og við vorum með keppendur í öllum hlutum.   Sundmót fatlaðra var haldið á milli undanrása og úrslita hjá þeim ófötluðu.  Það var því nóg að snúast hjá krökkunum.

Allir stóðu sig með prýði og voru krakkarnir að bæta sína tíma ágætlega.  Það er mjög jákvætt þar sem þau eru í mjög þungum æfingum þessa dagana og eru þreytt.

Nokkur verðlaun unnust en þó mest í yngri flokkunum og hjá fötluðum.  Það má sjá úrslit mótsins inná heimasíðu Ægis, aegir.is. Þar er sér tengill fyrir mótið sjálft. Úrslit frá sundi fatlaðra eru á heimasíðu ÍF.

Úrslit RIG 2012 á heimasíðu Ægis

Úrslit RIG 2012 - fatlaðir

Nú er oft í boði beinar útsendingar á sport tv.  Að þessu sinni voru þeir með tvær myndavélar , eina á lauginni og aðra af tímatöflunni.  Þannig var hægt að fylgjast með krökkunum að synda.  Mjög líklega verður boðið uppá slíkt á KR mótinu sem við förum næst á.

Við erum mjög ánægð með árangurinn hjá  krökkunum um helgina og óskum þeim til hamingju.