Óðinn sendi fjölmenna sveit á Gullmót KR um helgina, eða um 45 sundmenn. Eftir ansi vindasama ferð suður yfir heiðar þá gekk mótið sjálft með miklum ágætum og ýmis góð afrek voru unnin.
Eins og við var að búast safnaðist talsvert af verðlaunum til félagsins. Þó má e.t.v. segja að þetta hafi verið mót 4. sætisins þar sem sundmenn Óðins voru óþarflega iðnir við að rétt missa af 3. sætinu, oft með örfáum sekúndubrotum. En það er bara eitthvað til að safna í reynslubankann. Gaman var að fylgjast með stórstígum framförum margra yngri sundmanna og ljóst af frammistöðu þeirra að efniviðurinn er nægur hjá félaginu. Eldri sundmenn eru almennt í þungu æfingaprógrammi þessar vikurnar og ekki við því að búast að KR-mótið sé vettvangur mikilla bætinga hjá þeim.
Super Challenge keppnin er ákveðin sérstaða þessa móts og áður búið að greina frá góðum árangri okkar fólks þar. Eignuðumst við tvo meistara og áttum fullt af krökkum í úrslitum.
Viðurkenningar til stigahæstu einstaklinga
Veittar eru viðurkenningar til stigahæstu einstaklinga og átti Óðinn sannarlega sinn skerf, fleiri en oftast áður reyndar, eða fjóra sundmenn. Halldóra S. Halldórsdóttir var 3. stigahæst 15-17 ára, Birkir Leó Brynjarsson og Nanna Björk Barkardóttir bæði 2. stigahæst 13-14 ára og Bryndís Bolladóttir 2. stigahæst 12 ára og yngri. Ekkert smá flottur árangur það. Þá má geta þess að bílstjórnn bað um að koma á framfæri þakklæti til hópsins og sagist sjaldan hafa séð jafn góða umgengni um rútuna hjá nokkrum hópi. Eitthvað sem við erum alltaf jafn stolt af að heyra. :)
Skipting verðlauna
Verið er að fara yfir og bera saman Akureyrarmet en þau féllu nokkur um helgina. Þá eigum við einnig von á myndum. Verðlaun Óðins skiptust annars þannig:
15 ára og eldri/opinn flokkur:
Halldóra Sigríður Halldórsdóttir
Gull 50 m flugsund
Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir
Silfur 50 m baksund, 100 m baksund
Brons 200 m baksund
Júlía Rún Rósbergsdóttir
Brons 200 m skriðsund
Karen Konráðsdóttir
Silfur 200 m bringusund
Oddur Viðar Malmquist
Rons 1.500 m skriðsund
Boðsund:
Silfur í 4x100 m fjórsundi
Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Nanna Björk Barkardóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Erla Hrönn Unnsteinsdóttir.
Silfur í 4x100 m skriðsundi.
Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir og Erla Hrönn Unnsteinsdóttir.
Silfur í 4x100 m fjórsundi og 4x100 m skriðsundi.
Helgi Freyr Sævarsson, Freysteinn Viðar Viðarsson, Oddur Viðar Malmquist og Birkir Leó Brynjarsson.
13-14 ára:
Birkir Leó Brynjarsson
Gull 100 m skriðsund
Silfur 50 m flugsund, 200 m skriðsund
Kári Ármannsson
Brons 200 m bringusund
Nanna Björk Barkardóttir
Silfur 100 m bringusund, 50 m flugsund, 200 m fjórsund, 200 m bringusund
Brons 200 m flugsund
Rakel Baldvinsdóttir
Silfur 200 m baksund
12 ára og yngri
Bryndís Bolladóttir
Gull 50 m flugsund
Silfur 100 m skriðsund, 200 m fjórsund, 200 m baksund
Brons 100 m bringusund, 400 m skriðsund
Kristján Benedikt Sveinsson
Silfur 50 m flugsund, 100 m bringusund
Brons 200 m bingusund, 100 m skriðsund
Boðsund:
Silfur 4x50 m fjórsund:
Snædís Sara Arnedóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir og Bryndís Bolladóttir.
Silfur 4x50 m skriðsund:
Bryndís Bolladóttir, Aldís Dögg Ólafsdóttir, Snædís Sara Arnedóttir og Elín Kata Sigurgeirsdóttir.
Brons 4x50 fjórsund og 4x50 skriðsund:
Kristján Benedikt Sveinsson, Aron Bjarki Jónsson, Haukur Gunnarsson og Baldur Logi Gautason.
10 ára og yngri:
Alexandra Tómasdóttir
Silfur 50 m baksund
Heildarúrslit frá mótinu (PDF)