Sjónræningjadagur 04.11 nk.

Þann 4. Nóvember verða engar hefðbundnar æfingar en í staðinn ætlum við í sundskólanum að gera okkur dagamun í Glerárlaug. Þar ætlum við að leika okkur og kafa eftir gulli og gimsteinum. Allir krakkar í sundskólanum eru boðnir velkomnir. Til þess að allir geti verið með þá er búið að skipa hópum niður á eftirfarandi tíma:

Kl. 15.00-15.30 Gullfiskar úr báðum laugum

Kl. 15.30-16.00 Höfrungar úr báðum laugum og Krossfiskar

Kl. 16.00-16.30 Sæhestar úr Akureyrarlaug og hópar 2 og 3 úr Glerárlaug

Kl. 16.30-17.00 Sæhestar 1 Glerárlaug og Skjaldbökur 1 og 2.

Við hvetjum foreldri til að koma ofaní með yngstu börnunum og eiga góða stund í skemmtilegum leik með þeim. ATH! Systkin mega koma saman á þeim tíma sem hentar best.

 

P.s það má koma í sjóræningjabúning og fara með sjóræningjadót ofaní ef það þolir vatn og klór.

P.p.s Krókur skipstjóri elskar að fá ný fjársjóðskort frá ykkur!