Þá er Krókur skipstjóri að sigla inn fjörðinn og það þýðir að sjóræningjadagur Sundfélagsins í Glerárlaug nálgast! Hann verður haldinn hátíðlegur þann 2. nóvember og tímaplanið er hér fyrir neðan. Tímaskiptingarnar eru til þess að allir úr sundskólanum komist fyrir en systkini mega koma saman en annars gildir hópaskiptingin. Með yngstu börnunum sem eru byrjendur óskum við eftir foreldri eða stóru systkini með ofan í til að aðstoða barnið. Allar aðrar æfingar sundskólans fallaniður þennan dag því við verðum öll í Glerárlaug.
Kl. 15.00-15.30 Höfrungar úr báðum laugum og Gullfiskar úr Glerárlaug.
Kl. 15.30-16.00 Gullf. 1 og 2 Ak-laug, Sæhestar 1 Gle-laug og Krossfiskar.
Kl.16.00-16.30 Sæhestar 2 og 3 Gle-laug og Sæhestar Ak-laug
Kl. 16.30-17.00 Skjaldbökur 1 og 2 Glerárlaug
P.s. Krakkarnir mega koma með sitt sjóræningja dót ofan í eða máluð en engin ábyrgð er tekin á því.
Með sjóræningjakveðju,
Þjálfarar