Sólahringssund og vorhátíð

Árangur sundkrakkanna í sólahringssundinu var glæsilegur núna í ár og ekki svo langt frá metinu. Endað var á vorhátíð í sundlaugagarðinum fyrir alla sundhópa sem lukkaðist mjög vel.  

 

Þann 25. maí kl 15:00 byrjuðu iðkendur Óðins að synda í sólarhringssundinu sem er ein af okkar skemmtilegustu fjáröflunum að mati krakkanna. Krakkarnir sem að synda eru allt frá 9 ára og uppúr, auk þess að foreldrar og þjálfarar leggja líka sitt af mörkum í sundinu og gamlir sundmenn líka. Elstu krakkarnir gista í sundlauginni yfir nóttina og taka næturvaktina í sundinu.

Mikil stemning er í lauginni meðan á sólahringssundinu stendur og er venjan að enda sundið á ormi þar sem allir þeir iðkendur sem staddir eru í lauginni þegar 10 mín eru eftir af sólahringnum tengja sig saman (halda í fótin á þeim sem syndir á undan).

Þegar sundinu lauk 26. maí kl. 15:00 höfðu verið syntir 116,1 km. Sem er mjög nálægt metinu okkar en mest hefur náðst að synda 119 km á einum sólahring hjá okkur.
Strax að loknu sólahringssundinu var haldin vorhátíð þar sem voru grillaðar pylsur og haft gaman í sundlaugargarðinum.

Við þökkum öllum þeim sem styrktu krakkana og hétu á þau kærlega fyrir stuðningin og erum strax farin að hlakka til næsta sólahringssunds að ári.