Sólarhringssund 2.-3. maí 2014
Allir keppnishópar, Höfrungar og uppúr taka þátt í þessari fjáröflun.
Sólarhringssund er aðal fjáröflun félagsins ár hvert þar sem sundfólk í eldri hópum félagsins skiptist á að synda boðsund í heilan sólarhring. Áður en að því kemur hafa krakkarnir safnað áheitum, bæði með því að ganga í hús og hjá fyrirtækjum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð ásamt því að greiða kostnað við rekstur félagsins svo sem heimasíðu Óðins og fleira.
Á heimasíðu félagsins eru komnar upplýsingar um það hvernig þetta fer fram.
Mikilvægt er að sundmenn taki þátt í að safna áheitum og mæti svo að synda.Til að þetta gangi allt vel þá viljum við biðja fólk um að gefa sér tíma í þetta.
Á morgun föstudag 25.maí milli 16 og 17 verður formaður félagsins og fjáröflunarnefnd í Laugargötunni, efri hæð. Þar getið þið fengið svör við spurningum ásamt því að velja götur og fyrirtæki. Hvetjum foreldra til að koma með, sérstaklega þeim sem eru að taka þátt í fyrsta skiptið. Verðum svo aftur með úthlutun eftir helgi (nánar síðar)
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn og fjáröflunarnefnd Sundfélagsins Óðins